MYNDLIST

Ágústa G. Malmquist er fædd á Akureyri árið 1970. Útskrifuð frá Myndlistaskólanum á Akureyri 1995 og hefur unnið að myndlist allar götur síðan. Hún rak eigið sölugallerí frá 2009-2020, þar sem myndlist hennar var til sölu. Í dag þarf að panta tíma til að koma og skoða myndverk á vinnustofunni.

 

 

Viking logo

HÖNNUN

Ágústa er menntuð sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Yfir 25 ára reynsla í allri almennri grafískri hönnun svo sem í gerð firma- og vörumerkja, mörkun fyrirtækja, umbúðahönnun (pappír, plast, ál), umhverfisgrafík og auglýsingum. Sérverkefni á borð við leturhönnun / letrun, grafískar myndskreytingar, ljósmyndir, vöruhönnun og textagerð.

Er nýlega byrjuð að kynna sig sem Mána hönnunarstofa þar sem boðið er upp á alla alhliða grafíska hönnun.